Lið Davids Beckham verður í Miami Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 09:23 David Beckham. Vísir/NordicPhotos/Getty David Beckham staðfesti í dag formlega á blaðamannafundi að hann hafi stofnað fótboltalið í MLS-deildinni og verður það staðsett í Miami í Bandaríkjunum. Beckham verður aðaleigandi félagsins en sjónvarpsframleiðandinn, Simon Fuller, verður einnig meðeigandi að liðinu. Liðið mun reisa knattspyrnuvöll í borginni og gæti liðið tekið þátt í MLS-deildinni árið 2016. Það hefur lengi verið ljóst að Beckham ætlaði sér að setja á laggirnar fótboltalið í MLS-deildinni en nú hefur það endanlega verið staðfest og verður liðið í Miami. David Beckham spilaði í 20 ára með nokkrum að flottustu fótboltafélögum heims og varð meistari í fjórum löndum. Hann lagði skóna á hilluna síðasta vor. Beckham hefur verið skynsamur í samningagerð á ferlinum og hann hafði vit á því þegar hann gerði risasamning sinn við bandaríska félagið Los Angeles Galaxy á sínum tíma að setja inn klausu sem auðveldaði honum að koma með nýtt félag inn í deildina. David Beckham hélt blaðamannafund ásamt Don Garber, yfirmanni MLS-deildarinnar og Carlos Gimenez, borgarstjóra Miami.„Af hverju ekki Miami,“ sagði David Beckham á blaðamannafundinum í dag. „Mig langar að búa til lið alveg frá grunni og setja minn svip á það. Ég tel að Miami sé tilbúinn fyrir fótaboltalið.“ „Ég mun vinna hörðum höndum fyrir þessa borg og liðið í heild sinni. Fjölskyldan mun setjast hér að og ég hlakka mikið til þess að vera búsettur í þessari frábæru borg.“ „Við munum fá heimsklassa leikmenn til liðs við okkur. Einnig verður lögð rík áhersla á að byggja upp gott barna- og unglingastarf til þess að framleiða frábæra leikmenn fyrir Bandaríkin. Ég sé vel fyrir mér að Bandaríska landsliðið geti einn daginn orðið heimsmeistari.“ „Við erum nú þegar byrjaðir að setja saman lista af leikmönnum sem við viljum fá í liðið. Ég hef verið það heppinn í gegnum minn feril að spila með bestu knattspyrnumönnum í heiminum. Þeir hafa nú þegar sent mér nokkur skilaboð og sýnt áhuga á að leika með liðinu í nánustu framtíð.“ Aðspurður hvort hann hefði heyrt í Sir Alex Ferguson og hvort hann hefði áhuga á því að stjórna liðinu svaraði Beckham því neitandi. „Hann er því miður hættur afskiptum af fótbolta, það hefði verið gaman,“ svaraði Beckham léttur. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
David Beckham staðfesti í dag formlega á blaðamannafundi að hann hafi stofnað fótboltalið í MLS-deildinni og verður það staðsett í Miami í Bandaríkjunum. Beckham verður aðaleigandi félagsins en sjónvarpsframleiðandinn, Simon Fuller, verður einnig meðeigandi að liðinu. Liðið mun reisa knattspyrnuvöll í borginni og gæti liðið tekið þátt í MLS-deildinni árið 2016. Það hefur lengi verið ljóst að Beckham ætlaði sér að setja á laggirnar fótboltalið í MLS-deildinni en nú hefur það endanlega verið staðfest og verður liðið í Miami. David Beckham spilaði í 20 ára með nokkrum að flottustu fótboltafélögum heims og varð meistari í fjórum löndum. Hann lagði skóna á hilluna síðasta vor. Beckham hefur verið skynsamur í samningagerð á ferlinum og hann hafði vit á því þegar hann gerði risasamning sinn við bandaríska félagið Los Angeles Galaxy á sínum tíma að setja inn klausu sem auðveldaði honum að koma með nýtt félag inn í deildina. David Beckham hélt blaðamannafund ásamt Don Garber, yfirmanni MLS-deildarinnar og Carlos Gimenez, borgarstjóra Miami.„Af hverju ekki Miami,“ sagði David Beckham á blaðamannafundinum í dag. „Mig langar að búa til lið alveg frá grunni og setja minn svip á það. Ég tel að Miami sé tilbúinn fyrir fótaboltalið.“ „Ég mun vinna hörðum höndum fyrir þessa borg og liðið í heild sinni. Fjölskyldan mun setjast hér að og ég hlakka mikið til þess að vera búsettur í þessari frábæru borg.“ „Við munum fá heimsklassa leikmenn til liðs við okkur. Einnig verður lögð rík áhersla á að byggja upp gott barna- og unglingastarf til þess að framleiða frábæra leikmenn fyrir Bandaríkin. Ég sé vel fyrir mér að Bandaríska landsliðið geti einn daginn orðið heimsmeistari.“ „Við erum nú þegar byrjaðir að setja saman lista af leikmönnum sem við viljum fá í liðið. Ég hef verið það heppinn í gegnum minn feril að spila með bestu knattspyrnumönnum í heiminum. Þeir hafa nú þegar sent mér nokkur skilaboð og sýnt áhuga á að leika með liðinu í nánustu framtíð.“ Aðspurður hvort hann hefði heyrt í Sir Alex Ferguson og hvort hann hefði áhuga á því að stjórna liðinu svaraði Beckham því neitandi. „Hann er því miður hættur afskiptum af fótbolta, það hefði verið gaman,“ svaraði Beckham léttur.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira