Fótbolti

Rændir og lamdir af stuðningsmönnunum eftir stórtap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandre Pato.
Alexandre Pato. Vísir/Getty
Leikmenn brasilíska félagsins Corinthians hóta því nú að fara í verkfall eftir að hundrað stuðningsmenn félagsins réðust á þá á æfingasvæði félagsins.

Liðsmenn Corinthians sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir segjast ætla að berjast fyrir betri vinnuaðstöðu fyrir fótboltamenn í Brasilíu. Þeir krefjast ennfremur þess að öryggi leikmannanna verði gætt í framtíðinni.

Stuðningsmenn Corinthians voru mjög reiðir eftir 5-1 tap liðsins á móti Santos fyrir nokkrum dögum.

Þeir brutust inn á æfingasvæðið, vopnaðir bareflum eins spýtum og járnrörum, klipptu gat á grindverkið og réðust að leikmönnunum sem voru á æfingu í útjaðri Sao Paulo borgar.'

Frægasti leikmaður Corinthians er örugglega Alexandre Pato, framherjinn sem lék áður með AC Milan.

Heimsmeistarakeppnin i fótbolta fer fram í Brasilíu í sumar og því eru augu heimsins á því hvernig Brasilíumönnum tekst að halda utan um fótboltann í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×