Sport

Shaun White dregur sig úr keppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shaun White hefur dregið sig úr keppni í "slopestyle“.
Shaun White hefur dregið sig úr keppni í "slopestyle“. nordicphotos/getty
Bandaríski snjóbrettakappinn Shaun White hefur dregið sig úr keppni í „slopestyle“ greininni á Ólympíuleikunum í Sotsjí.

Þessi 27 ára snjóbrettamaður mun samt sem áður taka þá í „halfpipe“ grein þar sem keppendur reyna fyrir sér á snjórampi.

White er helsta vonarstjarna Bandaríkjamanna í greininni og þykir hann einn besti snjóbrettakappinn í heiminum.

„Eftir að hafa hugsað mið vel um og rætt þetta við liðsfélaga mína hef ég ákveðið að leggja höfuð áherslu á „halfpipe“ og reyna að ná þriðju gullverðlaun Bandaríkjamanna í röð í greininni,“ segir í yfirlýsingu frá White.

White meiddist lítillega á úlnlið á æfingu í gær og treystir sér ekki til að taka þátt í tveimur greinum.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem sjá má brautina sem keppendur renna sér niður í „slopestyle“.

 

Sochi Slopestyle Course Preview a Snowboarding video by whitelines




Fleiri fréttir

Sjá meira


×