55 ára prins ætlar að keppa fyrir Mexíkó á ÓL í Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 23:30 Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg sést hér eftir að hafa komið í mark á síðustu Vetrarólympíuleikum þá aðeins 51 árs. Vísir/NordicPhotos/Getty Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira