Gjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak verða lækkuð Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2014 20:08 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp fjármálaráðherra um lækkun nokkurra opinberra gjalda um 460 milljónir. Rennir stoðum undir gerð kaupmáttarsaminga á vinnumarkaði, segir fjármálaráðherra. Ýmis opinber gjöld verða lækkuð um 460 milljónir króna frá fjárlögum samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra leggur fyrir Alþingi eftir helgi. Ráðherra segir að nú sé raunverulegt tækifæri til að vinna á verðbólgunni og gera kjarasamninga sem tryggi aukinn kaupmátt. Sveitarfélögin ákváðu fyrir áramót að lækka ýmis gjöld hjá sér til að stuðla að lækkun verðbólgu og auknum kaupmætti. Í morgun ákvað ríkisstjórnin að lækka ýmis gjöld um 460 milljónir króna, þeirra á meðal eldsneytisgjöld. „Og áfengis- og tóbaksgjöld sem eru inni í vísitölunni og við höfðum áður ákveðið að hækka um 3% en við drögum úr þeirri hækkun. Förum niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) niður í 2%,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir lauslegar áætlanir gera ráð fyrir að þetta leiði til 0,08 prósenta lækkunar á verðlagsvísitölu. Þetta sé eftirfyglni á loforðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamnnga og framlag til þeirra viðræðna sem enn standa yfir á almennum markaði og hjá hinu opinbera. „Jafnvel þótt samningarnir hafi ekki verið samþykktir af miklum meirihluta, er það samt sem áður svo að um helmingur félagsmanna samþykkti. Það er mjög mikilvægt skref og það er mjög mikilvægt hvað gerist næst. Þannig að við erum að fylgja því eftir sem við höfum áður sagt, að við viljum standa með mönnum í því að halda aftur af verðlagshækkunum,“ segir Bjarni. Til viðbótar við hjaðnandi verðbólgu að undanförnu sé þetta staðfesting á trú hans á að hægt sé að halda aftur af verðlagshækkunum og ætti að renna enn frekari stoðum undir gerð samninga. „Að menn ljúki samningagerðinni á almenna markaðnum og að við náum góðum samningi sem allir verða sáttir við á opinbera markaðnum,“ segir fjármálaráðherra. Vinnumarkaðurinn hafi sameiginlega staðið að skýrslu á síðasta ári með þeim markmiðum að reyna að byggja á raunverulegum kaupmáttarsamningum. „Og leggja minni áherslu á nafnverðshækkanir og það er smám saman að koma í ljós með þessum aðgerðum sem við erum að kynna til sögunnar, með því sem fyrirtækin hafa verið að gera, sveitarfélögin og þessum nýjustu mælingum á vísitölunni að það er raunverulega til staðar tækifæri til að fylgja þessu eftir með aðgerðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Fréttatilkynning vegna málsins í heild sinni:Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Ríkisstjórnin studdi þessa viðleitni samningsaðila með yfirlýsingum frá 15. nóvember og 21. desember sl.Sem kunnugt er var kjarasamningur felldur í um helmingi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Þrátt fyrir það telur ríkisstjórnin brýnt að boðaðar gjaldalækkanir ríkisins og samstarf hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins um mikilvæg svið efnahagsstefnunnar komi til framkvæmda.Verðbólga hefur farið lækkandi að undanförnu. Í nýjustu mælingu Hagstofu Íslands lækkaði verðbólga síðustu 12 mánaða úr 4,2% í 3,1%. Verðlag lækkar í janúar í ár en hækkaði á síðasta ári. Áhrif gjaldskrárhækkana opinberra aðila til hækkunar verðlags eru mun minni í janúar í ár en á síðasta ári. Í þessu felast jákvæðar vísbendingar um að forsendur til að ná verðlagsstöðugleika séu fyrir hendi.Á ríkisstjórnarfundi í dag lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp um gjaldalækkanir ríkissjóðs. Með frumvarpinu eru efnd gefin fyrirheit um að lækka gjaldtöku ríkisins. Gjaldtaka ríkissjóðs lækkar um samtals 460 m.kr. miðað við samþykkt fjárlög.Þá hafa ráðherrar í ríkisstjórn sinnt eftirliti, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra, með því að stofnanir sem undir þá heyra, eða aðrir aðilar sem veita þjónustu sem áhrif hefur á vísitölu neysluverðs, skuli gæta ítrasta aðhalds og styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga. Þessi viðleitni hefur þegar borið árangur og leitt til þess að nokkur orkufyrirtæki hafa fallið frá fyrirhuguðum hækkunum, þ.m.t. RARIK og Orkubú Vestfjarða. Ríkisstjórnin mun áfram hvetja til þess að fyrirtæki í eigu ríkisins gæti ítrasta aðhalds og bregðist við með öðrum aðgerðum í rekstri en hækkun á verði vöru og þjónustu. Forsætisráðherra hefur í dag skipað fastanefnd um samskipti ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti þessara aðila og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál.Forsætisráðherra hefur jafnframt beint því til fastanefndarinnar að skipuleggja aðgerðir til að fylgjast með og vinna gegn hækkun verðlags. Þá skal nefndin jafnframt skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ýmissa samninga á markaði, svo sem þjónustusamninga fyrirtækja, leigusamninga og verksamninga.Í nefndinni eiga sæti:Benedikt Árnason, forsætisráðuneyti, formaðurSigurður H. Helgason, fjármála- og efnahagsráðuneytiHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, velferðarráðuneytiKristján Skarphéðinsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiÁsta Magnúsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytiGunnar Björnsson, samninganefnd ríkisinsHalldór Halldórsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaKarl Björnsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaÞorsteinn Víglundsson, Samtökum atvinnulífsinsÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Samtökum atvinnulífsinsGylfi Arnbjörnsson, Alþýðusambandi ÍslandsSigný Jóhannsdóttir, Alþýðusambandi ÍslandsElín Björg Jónsdóttir, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjaGuðlaug Kristjándóttir, Bandalagi háskólamanna ogÞórður Hjaltested, Kennarasambandi Íslands.Reykjavík 31. janúar 2014 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp fjármálaráðherra um lækkun nokkurra opinberra gjalda um 460 milljónir. Rennir stoðum undir gerð kaupmáttarsaminga á vinnumarkaði, segir fjármálaráðherra. Ýmis opinber gjöld verða lækkuð um 460 milljónir króna frá fjárlögum samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra leggur fyrir Alþingi eftir helgi. Ráðherra segir að nú sé raunverulegt tækifæri til að vinna á verðbólgunni og gera kjarasamninga sem tryggi aukinn kaupmátt. Sveitarfélögin ákváðu fyrir áramót að lækka ýmis gjöld hjá sér til að stuðla að lækkun verðbólgu og auknum kaupmætti. Í morgun ákvað ríkisstjórnin að lækka ýmis gjöld um 460 milljónir króna, þeirra á meðal eldsneytisgjöld. „Og áfengis- og tóbaksgjöld sem eru inni í vísitölunni og við höfðum áður ákveðið að hækka um 3% en við drögum úr þeirri hækkun. Förum niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) niður í 2%,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir lauslegar áætlanir gera ráð fyrir að þetta leiði til 0,08 prósenta lækkunar á verðlagsvísitölu. Þetta sé eftirfyglni á loforðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamnnga og framlag til þeirra viðræðna sem enn standa yfir á almennum markaði og hjá hinu opinbera. „Jafnvel þótt samningarnir hafi ekki verið samþykktir af miklum meirihluta, er það samt sem áður svo að um helmingur félagsmanna samþykkti. Það er mjög mikilvægt skref og það er mjög mikilvægt hvað gerist næst. Þannig að við erum að fylgja því eftir sem við höfum áður sagt, að við viljum standa með mönnum í því að halda aftur af verðlagshækkunum,“ segir Bjarni. Til viðbótar við hjaðnandi verðbólgu að undanförnu sé þetta staðfesting á trú hans á að hægt sé að halda aftur af verðlagshækkunum og ætti að renna enn frekari stoðum undir gerð samninga. „Að menn ljúki samningagerðinni á almenna markaðnum og að við náum góðum samningi sem allir verða sáttir við á opinbera markaðnum,“ segir fjármálaráðherra. Vinnumarkaðurinn hafi sameiginlega staðið að skýrslu á síðasta ári með þeim markmiðum að reyna að byggja á raunverulegum kaupmáttarsamningum. „Og leggja minni áherslu á nafnverðshækkanir og það er smám saman að koma í ljós með þessum aðgerðum sem við erum að kynna til sögunnar, með því sem fyrirtækin hafa verið að gera, sveitarfélögin og þessum nýjustu mælingum á vísitölunni að það er raunverulega til staðar tækifæri til að fylgja þessu eftir með aðgerðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Fréttatilkynning vegna málsins í heild sinni:Með kjarasamningi sem undirritaður var þann 21. desember sl. og tekinn til atkvæðagreiðslu nú í janúar vildu samningsaðilar ná samstöðu um að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Ríkisstjórnin studdi þessa viðleitni samningsaðila með yfirlýsingum frá 15. nóvember og 21. desember sl.Sem kunnugt er var kjarasamningur felldur í um helmingi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Þrátt fyrir það telur ríkisstjórnin brýnt að boðaðar gjaldalækkanir ríkisins og samstarf hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins um mikilvæg svið efnahagsstefnunnar komi til framkvæmda.Verðbólga hefur farið lækkandi að undanförnu. Í nýjustu mælingu Hagstofu Íslands lækkaði verðbólga síðustu 12 mánaða úr 4,2% í 3,1%. Verðlag lækkar í janúar í ár en hækkaði á síðasta ári. Áhrif gjaldskrárhækkana opinberra aðila til hækkunar verðlags eru mun minni í janúar í ár en á síðasta ári. Í þessu felast jákvæðar vísbendingar um að forsendur til að ná verðlagsstöðugleika séu fyrir hendi.Á ríkisstjórnarfundi í dag lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp um gjaldalækkanir ríkissjóðs. Með frumvarpinu eru efnd gefin fyrirheit um að lækka gjaldtöku ríkisins. Gjaldtaka ríkissjóðs lækkar um samtals 460 m.kr. miðað við samþykkt fjárlög.Þá hafa ráðherrar í ríkisstjórn sinnt eftirliti, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra, með því að stofnanir sem undir þá heyra, eða aðrir aðilar sem veita þjónustu sem áhrif hefur á vísitölu neysluverðs, skuli gæta ítrasta aðhalds og styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga. Þessi viðleitni hefur þegar borið árangur og leitt til þess að nokkur orkufyrirtæki hafa fallið frá fyrirhuguðum hækkunum, þ.m.t. RARIK og Orkubú Vestfjarða. Ríkisstjórnin mun áfram hvetja til þess að fyrirtæki í eigu ríkisins gæti ítrasta aðhalds og bregðist við með öðrum aðgerðum í rekstri en hækkun á verði vöru og þjónustu. Forsætisráðherra hefur í dag skipað fastanefnd um samskipti ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti þessara aðila og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál.Forsætisráðherra hefur jafnframt beint því til fastanefndarinnar að skipuleggja aðgerðir til að fylgjast með og vinna gegn hækkun verðlags. Þá skal nefndin jafnframt skoða leiðir til að sporna gegn sjálfvirkri vísitöluhækkun ýmissa samninga á markaði, svo sem þjónustusamninga fyrirtækja, leigusamninga og verksamninga.Í nefndinni eiga sæti:Benedikt Árnason, forsætisráðuneyti, formaðurSigurður H. Helgason, fjármála- og efnahagsráðuneytiHanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, velferðarráðuneytiKristján Skarphéðinsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiÁsta Magnúsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneytiGunnar Björnsson, samninganefnd ríkisinsHalldór Halldórsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaKarl Björnsson, Sambandi íslenskra sveitarfélagaÞorsteinn Víglundsson, Samtökum atvinnulífsinsÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Samtökum atvinnulífsinsGylfi Arnbjörnsson, Alþýðusambandi ÍslandsSigný Jóhannsdóttir, Alþýðusambandi ÍslandsElín Björg Jónsdóttir, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjaGuðlaug Kristjándóttir, Bandalagi háskólamanna ogÞórður Hjaltested, Kennarasambandi Íslands.Reykjavík 31. janúar 2014
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira