Innlent

Stökk í sjóinn af miðbakkanum

Karlmaður kastaði sér í sjóinn af miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn á öðrum tímanum í nótt. Vitni létu lögreglu vita, sem þegar hélt á vettvang, en þá hafði maðurinn þegar klifrað upp lóðréttan stiga á bryggjukantinum og var kominn upp á bryggjuna aftur.

Hann þvertók fyjrir að hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum, hann hafi bara lengi langað að stökkva í sjóinn og hafi loksins gert alvöru úr því. Honum varð ekki meint af og ók lögregla honum heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×