Innlent

Vill að sérfræðingar skoði þjónustukönnunina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksin.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksin. mynd / skjáskot.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti á fundi borgarstjórnar rétt í þessu að á næsta fundi borgarráðs muni fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að þjónustukönnun Capacent verði rýnd og greind af sérfræðingum og tillögur lagðar fram um hvernig bregðast eigi við.

Þjónustukönnunin leiðir í ljós að í samanburði við önnur sveitarfélög sé minnst ánægja meðal borgarbúa með þá þjónustu sem í boði er.

Júlíus Vífill benti á það í ræðu sinni að þegar borgarbúar voru spurðir opinnar spurningar um það hvað Reykjavík þyrfti að bæta hefðu flestir nefnt þjónustu við aldraða.

„Þetta eru skýr skilaboð.“ segir Júlíus Vífill.

Samgöngumál voru í öðru sæti. Þegar spurt var hvað það væri sem borgarbúar vildu koma á framfæri og sem betur mætti fara svöruðu flestir að það væru samgöngur og gatnakerfi.

„Mér finnst ekki hægt að leggja fram viðamikla skoðanakönnun í ráðum borgarinnar en gera lítið úr niðurstöðunum og bregðast ekki við á neinn hátt. Til hvers er þá verið að spyrja spurninga? Fulltrúar meirihlutans hafa eiginlega snúið út úr niðurstöðunum í svörum sínum í fjölmiðlum en á fundi borgarstjórnar var sem betur fer kominn svolítið annar tónn í þetta.“ bætir Júlíus Vífill svo við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×