Formaður efnahagsnefndar margsaga Hjörtur Hjartarson skrifar 21. janúar 2014 19:30 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur á einni viku gefið þrjár mismunandi útskýringar á því hvernig talan fimmtíu milljarðar króna varð til sem frískuldamark bankaskattsins. Fréttastofa Stöðvar 2 flutti fyrst fréttir af bankaskattinum, 12.janúar í ljósi þess að við breytingar á bankaskattinum, þar sem skattleysismörk upp á fimmtíu milljarða af heildarskuldum fjármálafyrirtækja í slitameðferð voru sett inn, nýtast einum banka, MP banka, betur en öðrum. Fyrst var stungið upp á við nefndina í áliti frá Sparisjóðunum að hafa frískuldamark á bankaskattinum og voru bæði þrír og sjö milljarðar nefndir. Í ljósi þess að frískuldamarkið var síðar ákveðið, 50 milljarðar króna leitaði fréttastofa svara við því hvernig sú tala varð til. Í viðtali hjá okkur þann 12.janúar sagði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þetta: „Ég veit ekkert um hvernig sem sagt þessi tala verður til. Hún kemur bara frá fjármálaráðuneytinu,” sagði Frosti Sigurjónsson í fréttum Stöðvar 2 þann 12.janúar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraViku síðar var þessi fullyrðing borin undir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Það kom ekkert frumkvæði frá fjármálaráðuneytinu að einstökum fjárhæðum í þessu efni,” sagði Bjarni, 19.janúar. Síðar sama dag var Frosti aftur spurður, hvar fæddist þessi tala? „Hún kemur þá bara til frá þeim starfsmönnum sem koma frá ráðuneytinu. Þeir sögðu orðrétt, ef við skoðum fimmtíu milljarða þá eru þetta afleiðingarnar af því. Nefndin gerði ekki athugasemdir við það og þá festist þessi tala,” sagði Frosti. Viðskipta og efnahagsnefnd fundaði um málið í gærmorgun. Eftir hann var formaður enn á ný spurður: „Hvernig kom þessi tala til, er það orðið ljóst núna?” „Já, það er nokkuð ljóst að nefndarmeirihlutinn í nefndinni biður fjármálaráðuneytið um tölu sem nær því markmiði að undanskilja minni fjármálastofnanir þessum bankaskatti og gerir það með ákveðnum rökum.” Eftir stendur að erfitt er að átta sig hvaðan þessi tala á uppruna sinn. En skiptir það máli þegar takmarkið að hlífa minni fjármálastofnunum er náð? Já, segja margir, sérstaklega í ljósi þess að skattgreiðslur eins viðskiptabanka lækka um 78 prósent. Ef frískuldamarkið var ekki sérsniðið að MP banka, hvers vegna er svona erfitt að gera grein fyrir því hvers vegna það er fimmtíu milljarðar en ekki sjö eins og ein af minni fjármálastofnunum lagð til. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hefur á einni viku gefið þrjár mismunandi útskýringar á því hvernig talan fimmtíu milljarðar króna varð til sem frískuldamark bankaskattsins. Fréttastofa Stöðvar 2 flutti fyrst fréttir af bankaskattinum, 12.janúar í ljósi þess að við breytingar á bankaskattinum, þar sem skattleysismörk upp á fimmtíu milljarða af heildarskuldum fjármálafyrirtækja í slitameðferð voru sett inn, nýtast einum banka, MP banka, betur en öðrum. Fyrst var stungið upp á við nefndina í áliti frá Sparisjóðunum að hafa frískuldamark á bankaskattinum og voru bæði þrír og sjö milljarðar nefndir. Í ljósi þess að frískuldamarkið var síðar ákveðið, 50 milljarðar króna leitaði fréttastofa svara við því hvernig sú tala varð til. Í viðtali hjá okkur þann 12.janúar sagði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þetta: „Ég veit ekkert um hvernig sem sagt þessi tala verður til. Hún kemur bara frá fjármálaráðuneytinu,” sagði Frosti Sigurjónsson í fréttum Stöðvar 2 þann 12.janúar.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraViku síðar var þessi fullyrðing borin undir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Það kom ekkert frumkvæði frá fjármálaráðuneytinu að einstökum fjárhæðum í þessu efni,” sagði Bjarni, 19.janúar. Síðar sama dag var Frosti aftur spurður, hvar fæddist þessi tala? „Hún kemur þá bara til frá þeim starfsmönnum sem koma frá ráðuneytinu. Þeir sögðu orðrétt, ef við skoðum fimmtíu milljarða þá eru þetta afleiðingarnar af því. Nefndin gerði ekki athugasemdir við það og þá festist þessi tala,” sagði Frosti. Viðskipta og efnahagsnefnd fundaði um málið í gærmorgun. Eftir hann var formaður enn á ný spurður: „Hvernig kom þessi tala til, er það orðið ljóst núna?” „Já, það er nokkuð ljóst að nefndarmeirihlutinn í nefndinni biður fjármálaráðuneytið um tölu sem nær því markmiði að undanskilja minni fjármálastofnanir þessum bankaskatti og gerir það með ákveðnum rökum.” Eftir stendur að erfitt er að átta sig hvaðan þessi tala á uppruna sinn. En skiptir það máli þegar takmarkið að hlífa minni fjármálastofnunum er náð? Já, segja margir, sérstaklega í ljósi þess að skattgreiðslur eins viðskiptabanka lækka um 78 prósent. Ef frískuldamarkið var ekki sérsniðið að MP banka, hvers vegna er svona erfitt að gera grein fyrir því hvers vegna það er fimmtíu milljarðar en ekki sjö eins og ein af minni fjármálastofnunum lagð til.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira