Fótbolti

Aron kominn í 20 mörk í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron fagnar marki sínu í kvöld.
Aron fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson skoraði annað marka AZ Alkmaar í 2-0 sigri liðsins á Roda JC í fjórðungsúrslitum hollensku bikarkeppninnar í kvöld.

Aron hefur nú skorað sex mörk í bikarnum fyrir AZ Alkmaar, tólf í hollensku úrvalsdeildinni, eitt í Evrópudeildinni auk þess sem hann skoraði í árlegum meistaraleik um Johan Cruyff-bikarinn.

Markið skoraði hann á 59. mínútu en Aron spilaði allan leikinn í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu.

Ajax, lið Kolbeins Sigþórssonar, leikur gegn Feyenoord í bikarnum annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×