Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2014 12:57 Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. Vísir/vilhelm/daníel Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira