Fótbolti

Kolbeinn og Victor í undanúrslit í bikarnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/AFP
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá Ajax sem vann 3-1 sigur á Feyenoord í átta liða úrslitum hollenska bikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Heimamenn lentu undir 1-0 strax á 7. mínútu en jöfnuðu fyrir hlé. Tvö mörk í seinni hálfleik sáu fyrir tveggja marka sigri. Kolbeinn kom inn á þegar sex mínútur lifðu leiks fyrir markaskorarann Bojan.

Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahópi NEC Nijmegen sem vann 1-0 sigur á Utrecht.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×