Fótbolti

Óviðeigandi handahreyfing hjá Alfreð?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen.
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen. Vísir/Getty
Svo gæti farið að Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen í Hollandi, verði dæmdur í leikbann fyrir að senda stuðningsmönnum SC Cambuur tóninn fyrir leik liðanna um helgina.

Þetta kemur fram í hollenskum fjölmiðlum en Alfreð er gefið að sök að hafa gert óviðeigandi handahreyfingu í upphitun, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Alfreð skoraði eina mark Heerenveen í 3-1 tapi en hann er markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í vetur með nítján mörk.

Alfreð og félag hans hafa frest til hádegis á morgun að svara fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×