Kæfandi myglulykt angrar borgarbúa Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2014 12:43 Stór hluti Klambratúns liggur undir klaka. Vísir/Daníel Borgarbúar hafa kvartað sáran undan myglulykt sem víða hefur fundist í Reykjavík. Um er að ræða lykt vegna kalskemmda á grasi sem hefur legið undir klaka um tíð. Stillt hefur verið í veðri síðustu daga og því hefur lyktin legið yfir stórum svæðum. „Þetta er tilkomið vegna kalskemmda á grasi. Það er klaki yfir stórum svæðum og lyktin kemur þaðan undan. Skýringin á því að menn eru að tala um þetta núna er kannski sú að í dag og í gær hefur verið svolítið stillt veður. Þannig hefur lyktin ekki fokið í burtu og safnast aðeins fyrir. Það hjálpar ef það hreyfir vind," segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Þórólfur segir þessar aðstæður ekki koma oft upp í Reykjavík. „Þetta eru aðstæður sem eru kannski svolítið sérstakar núna. Þó þetta hljóti nú að hafa gerst áður hér í Reykjavík man ég ekki eftir því undanfarin ár.“ Klakinn getur verið mjög þykkur og segir Þórólfur lítið vera um lausnir og hætt er við að tún í borginni skemmist. „Við fengum klaka ofan í auða jörð fyrst svo enginn hiti er í henni. Síðan er veðrið búið að dansa í kringum frostmarkið og þiðna upp og frjósa aftur, svo klakinn er orðinn mjög þéttur. Við gætum horft fram á einhvern skaða ef við fáum ekki hláku bráðum. Það er ekki víst að við séum komin þangað, en það er hætta á því og hún eykst eftir því sem þetta dregst lengur.“ „Við erum ekki með neinar lausnir við þessu, aðrar en að leggjast á bæn. Þetta er meira og minna um alla borg og þó við ættum einhver tæki sem mögulega virka, hef ég ekki trú á að það myndi gagnast svo raunhæft væri. Ég held að við eigum frekar að horfa á hvernig bregðast á við þessu þegar grasið kemur undan klakanum.“ Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Borgarbúar hafa kvartað sáran undan myglulykt sem víða hefur fundist í Reykjavík. Um er að ræða lykt vegna kalskemmda á grasi sem hefur legið undir klaka um tíð. Stillt hefur verið í veðri síðustu daga og því hefur lyktin legið yfir stórum svæðum. „Þetta er tilkomið vegna kalskemmda á grasi. Það er klaki yfir stórum svæðum og lyktin kemur þaðan undan. Skýringin á því að menn eru að tala um þetta núna er kannski sú að í dag og í gær hefur verið svolítið stillt veður. Þannig hefur lyktin ekki fokið í burtu og safnast aðeins fyrir. Það hjálpar ef það hreyfir vind," segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Þórólfur segir þessar aðstæður ekki koma oft upp í Reykjavík. „Þetta eru aðstæður sem eru kannski svolítið sérstakar núna. Þó þetta hljóti nú að hafa gerst áður hér í Reykjavík man ég ekki eftir því undanfarin ár.“ Klakinn getur verið mjög þykkur og segir Þórólfur lítið vera um lausnir og hætt er við að tún í borginni skemmist. „Við fengum klaka ofan í auða jörð fyrst svo enginn hiti er í henni. Síðan er veðrið búið að dansa í kringum frostmarkið og þiðna upp og frjósa aftur, svo klakinn er orðinn mjög þéttur. Við gætum horft fram á einhvern skaða ef við fáum ekki hláku bráðum. Það er ekki víst að við séum komin þangað, en það er hætta á því og hún eykst eftir því sem þetta dregst lengur.“ „Við erum ekki með neinar lausnir við þessu, aðrar en að leggjast á bæn. Þetta er meira og minna um alla borg og þó við ættum einhver tæki sem mögulega virka, hef ég ekki trú á að það myndi gagnast svo raunhæft væri. Ég held að við eigum frekar að horfa á hvernig bregðast á við þessu þegar grasið kemur undan klakanum.“
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira