Innlent

Íslensk kona lifði af flugslys á Grænlandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ingibjörg bjó í Upernavik í Grænlandi og er að flytja. Hluti búslóðar hennar var um borð í vélinni.
Ingibjörg bjó í Upernavik í Grænlandi og er að flytja. Hluti búslóðar hennar var um borð í vélinni.
Íslensk kona, Ingibjörg Gísladóttir flugumferðastjóri, lenti í flugslysi á Grænlandi fyrr í dag. Ingibjörg var á leið frá bænum Upernavik til Ilulissat þegar flugvél sem hún var í brotlenti. Flugvélin fékk á sig mikla vindkviðu í aðflugi og þeyttist út af öðrum enda flugbrautarinnar. Allir farþegarnir gengu frá borði.

Hrafn Jökulsson var í sambandi við Ingibjörgu stuttu eftir slysið. „Henni var brugðið eins og öðrum sem voru um borð í vélinni,“ útkýrir Hrafn. Hann tjáði blaðamanni að Ingibjörg hafi verið að flytja frá Upernavik og að stór hluti búslóðar hennar hafi verið um borð í flugvélinni, sem gjöreyðilagðist í slysinu.

Ingibjörg fór, ásamt öðrum farþegum, í hótel skammt frá flugvellinum og fékk þar aðhlynningu.

Ingibjörg hefur lengi starfað sem flugumferðastjóri í Upernavik og gegndi lykilhlutverki, að sögn Hrafns, í heimsóknar skákfélagsins Hróksins til Upernavik í lok síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×