Fótbolti

Skúli Jón fær að fara á láni til Gefle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson. Vísir/NordicPhotos/Getty
Skúli Jón Friðgeirsson er laus úr prísundinni hjá Elfsborg í bili en það kemur fram á heimasíðu Elfsborg að þessi fyrrum Íslandsmeistari með KR fái að fara á láni til Gefle IF.

Lánsamningur Gefle IF og IF Elfsborg um Skúli Jón mun gilda út fyrri hluta tímabilsins eða til 30. júní 2014.

„Þetta er mjög gott. Ég varð að fá að spila fótbolta aftur og mér leyst mjög vel á allt hjá Gefle. Það er flott að fá að spila úrvalsdeildarfótbolta á ný og þetta eru mjög jákvæðar fréttir," sagði Skúli Jón við heimasíðu Elfsborg en hann fer til Gefle eftir helgi.

Skúli Jón kom til Elfsborg í mars 2012 en hefur aðeins náð að spila samtals fimm leiki með félaginu í sænsku úrvalsdeildinni. Skúli Jón spilaði ekkert með aðalliðinu á síðustu leiktíð.

Samningur Skúla Jóns við Elfsborg nær til loka árs 2015 en hann er 25 ára varnarmaður sem á að baki fjóra A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×