Innlent

Keppnisdúfum stolið

Birta Björnsdóttir skrifar
Kristinn Þorgrímsson hefur ræktað dúfur um árabil. Hann hýsir dúfurnar í kofa við heimili sitt, en þegar hann kom heim úr vinnunni í gær var aðkoman heldur óskemmtileg.

„Einhver hefur farið inn í kofann og tekið með sér fjölmargar dúfur. Þá var skilið eftir opið svo einhverjar þeirra hafa eflaust sloppið út,“ segir Kristinn.

Hann segir dúfnaheiminn lítinn hér á landi og þar þekki allir alla. Hans dúfur séu auðþekkjanlegar öllum dúfnaræktarmönnum, auk þess sem þær eru merktar. Hann segist vona að sá sem tók dúfurnar sleppi þeim lausum, því þá rati þær aftur heim til sín.

Kristinn hefur ræktað dúfurnar um árabil og segir tjónið bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt. Dúfurnar eru meðal annars notaðar í keppni og séu það margar af hans helstu keppnisdúfum sem horfnar eru.

Kristinn hefur leitað til lögreglunnar og getur lagt fram formlega kæru á mánudaginn. Þá geti lögreglan nálgar myndefni úr öryggismyndavélum í nágrenninu.

Og Kristinn biðlar til allra sem geta gefið einhverjar upplýsingar um dúfurnar um að hafa samband gegnum netfangið dufur@dufur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×