Innlent

Skvetti bjór að lögreglumanni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Karlmaður var handtekinn í miðborginni í nótt eftir að hann hafði truflað störf lögreglu og skvett bjór að lögreglumanni. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, er einnig  grunaður um vörslu fíkniefna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu yfir nóttina.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í Austurstræti. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Ekki er vitað um meiðsl.

Á þriðja tímanum í nótt var svo tilkynnt um bruna í húsi við Melabraut. Eldur logaði í kjallara og íbúar komust út úr húsinu. Ekki vitað um eldsupptök eða skemmdir.

Um klukkan hálf fjögur í nótt var svo bifreið stöðvuð í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Skömmu síðar var tilkynnt um umferðaróhapp í Kópavogi. Einn er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu.

Á Akureyri missti ökumaður stjórn á bíl sínum og keyrði ofan í tjörn við Leiruveg. Bíllinn fór á kaf en ökumanninum tókst að koma sér út og slapp ómeiddur. Nokkra klukkutíma tók að ná bílnum, sem er mikið skemmdur, upp úr vatninu og þurftu menn í blautbúningum að sjá um aðgerðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×