Fótbolti

Eiður Smári gæti orðið liðsfélagi Ólafs Inga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leiðinni til Zulte Waregem.
Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leiðinni til Zulte Waregem. Mynd/Gettyimages
Belgíska liðið Zulte Waregem mun hafa áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðsins frá Club Brugge en Ólafur Ingi Skúlason er í dag leikmaður liðsins.

Frá þessu er greint í belgíska miðlinum Het Laaste Nieuws en félagið mun hafa gert tilboð í Íslendinginn.

Club Brugge er í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig en Zulte Waregem í því fjórða með 41 stig.

Eiður Smári hefur ekki verið fastamaður í Club Brugge í vetur og aðeins skorað eitt mark á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×