Innlent

Formaður bæjarráðs sakar minnihlutann um lýðskrum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs.
Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs. vísir/stefán
Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir tillögu minnihlutans um byggingu félagslegs húsnæðis í bænum sem samþykkt var í gær, vera furðumál. Tillagan hljóðaði upp á kaup á 30 til 40 íbúðum víðs vegar í bænum auk byggingu tveggja fjölbýlishúsa.

Að tillögunni stóðu bæjarfulltrúar minnihlutans með stuðningi Gunnars I. Birgissonar en bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Y-lista greiddu atkvæði gegn henni, að undanskyldum Gunnari.

Í viðtali við Kópavogsfréttir segir Rannveig að tillagan hafi komið fram í byrjun fundar og því óundirbúið mál.

„Engin greinargerð, ekkert mat. Bæjarstjóri óskaði eftir frestun á málinu til þess að fá mat félagsmálaráðs og fjármála-og hagsýslustjóra á tillögunni en menn sinntu því engu og kusu á móti þeirri tillögu. Það er afskaplega furðulegt að menn vilji ekki sjá verðmiðann á tillögunni,“ segir Rannveig í viðtalinu.

Hún segir þverpólitíska nefnd hafa hafið störf fyrir áramót meðal annars til að finna lausnir á neyðarvanda í félagslega húsnæðiskerfinu, en ekki síður til að fá heildarniðurstöðu fyrir húsnæðismarkað í Kópavogi. Andinn í nefndinni hafi verið góður.

„Nú er svo komið að nokkrir flokkar hafa rofið þetta samstarf með því að kljúfa hluta málsins frá og farið sína eigin leið í lýðskruminu rétt fyrir kosningar. Þetta veit ekki á gott. Forsenda samstarfs í þessari nefnd virðist brostin.“


Tengdar fréttir

Risavaxinn kosningavíxill og eyðslufyllirí

Bæjarstjórinn í Kópavogi undrast tillögu minnihlutans sem Gunnar Birgisson studdi á bæjarstjórnarfundi í gær og efast um lögmæti framgöngu minnihlutans.

Meirihlutasamstarfið í Kópavogi í uppnámi

Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Kópavogi hefur boðað til fundar með formönnum framsóknarfélaga í bæjarfélaginu í dag til ræða hvort haldi eigi áfram meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×