Fótbolti

Neymar frá í þrjár vikur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neymar þurfti að fara af velli í gær.
Neymar þurfti að fara af velli í gær. nordicphotos/getty
Knattspyrnumaðurinn Neymar, leikmaður Barcelona, verður frá í þrjár vikur vegna meiðsla.

Framherjinn meiddist á ökkla í bikarleiknum gegn Getafe í gærkvöldi.

Barcelona vann leikinn 2-0 en Neymar ætti að ná leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu 18. febrúar og 12. mars.

Fyrri leikurinn fer fram í Manchester og sá síðari á Neu Camp í Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×