Fótbolti

Tólfta mark Arons á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með AZ.
Aron í leik með AZ. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson var á skotskónum þegar að AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron skoraði mark sitt með skalla á 45. mínútu leiksins en Steven Berghuis skoraði hin mörk AZ í leiknum. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu leiksins en AZ er í sjöunda sæti deildarinnar með 27 stig.

Aron er nú kominn með tólf mörk á tímabilinu og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Alfreð Finnbogason hefur skorað sautján mörk og Graziano Pellé, leikmaður Feyenoord, þrettán.

Heerneveen, lið Alfreðs, leikur gegn Roda síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×