Fótbolti

Eiður byrjaði en Stefán sá rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Club Brugge sem mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lierse á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Victor Vazquez kom Club Brugge yfir á 51. mínútu og Eiður Smári var svo nálægt því að auka forystuna undir lok leiksins er skot hans var varið á marklínu.

Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Kostadin Hazurov skoraði jöfnunarmark Lierse í uppbótartíma.

Stefán Gíslason var í byrjunarliði Leuven sem mætti Charleroi á útivelli. Stefán fékk að líta rauða spjaldið á 43. mínútu en Charleroi missti einnig mann af velli með rautt spjald um miðjan síðari hálfleikinn.

Það kom ekki að sök því að Charleroi vann leikinn, 1-0, með marki á 84. mínútu leiksins.

Club Brugge er í þriðja sæti deildarinnar með 44 stig, sjö stigum á eftir toppliði Standard Liege. Leuven er í þriðja neðsta sæti með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×