Íslendingar í Noregi: "Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi“ Hrund Þórsdóttir skrifar 19. janúar 2014 20:00 Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með sjálfboðaliðum en ráða illa við aðstæður. Um 30 hús hafa brunnið til kaldra kola en gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, virðist hafa sloppið. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Símasamband hefur legið niðri og því ekki hægt að ná í Íslendinga sem búa í bænum en samkvæmt heimildum okkar eru þeir óhultir. Íbúi í næsta bæ segir ástandið eins og á stríðssvæði. „Eins og er fá íbúar ekki leyfi til að komast inn og skoða skemmdirnar vegna hættu á sprengingum frá gaskútum og öðru. Það er allt lokað í Lærdal,“ segir Jóhann Traustason sem býr í Efri Árdal, skammt frá Lærdal. Hann segir ástandið skelfilegt. „Það eru margir ennþá á sjúkrahúsum út af reykeitrun, þetta er bara hræðilegt.“Heiða Arsenault, sem einnig býr í Árdal, tekur undir. „Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi í bílum að reyna að koma sér í burtu. Fólk sá ekkert fyrir reyk og svo bara enduðu allir á sjúkrahúsinu til að fá súrefni,“ segir Heiða. Móðir sambýlismanns hennar býr í Lærdal og þegar hann fór að sækja móður sína var hann fenginn til slökkviliðsstarfa og var við þau í alla nótt. „Þeir voru bara á fullu að slökkva elda og reyna að hjálpa til. Bæjarbúar eru voðalega ósjálfbjarga því þeir hafa svo lítið vatn.“ Nóttin var löng hjá Heiðu og á meðan maður hennar barðist við eldana hlustaði hún á tengdamóður sína í gegnum síma, biðja fyrir húsi sínu. Það bjargaðist með ótrúlegum hætti og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsin allt í kringum það loguðu um fimmleytið í nótt. „Við erum á leiðinni til Lærdal á eftir og þá munum við sjá ástandið. Ég á ekki von á fallegri sjón, eins og þetta er fallegur bær... eða, var fallegur bær.“ Tengdar fréttir Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með sjálfboðaliðum en ráða illa við aðstæður. Um 30 hús hafa brunnið til kaldra kola en gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, virðist hafa sloppið. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Símasamband hefur legið niðri og því ekki hægt að ná í Íslendinga sem búa í bænum en samkvæmt heimildum okkar eru þeir óhultir. Íbúi í næsta bæ segir ástandið eins og á stríðssvæði. „Eins og er fá íbúar ekki leyfi til að komast inn og skoða skemmdirnar vegna hættu á sprengingum frá gaskútum og öðru. Það er allt lokað í Lærdal,“ segir Jóhann Traustason sem býr í Efri Árdal, skammt frá Lærdal. Hann segir ástandið skelfilegt. „Það eru margir ennþá á sjúkrahúsum út af reykeitrun, þetta er bara hræðilegt.“Heiða Arsenault, sem einnig býr í Árdal, tekur undir. „Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi í bílum að reyna að koma sér í burtu. Fólk sá ekkert fyrir reyk og svo bara enduðu allir á sjúkrahúsinu til að fá súrefni,“ segir Heiða. Móðir sambýlismanns hennar býr í Lærdal og þegar hann fór að sækja móður sína var hann fenginn til slökkviliðsstarfa og var við þau í alla nótt. „Þeir voru bara á fullu að slökkva elda og reyna að hjálpa til. Bæjarbúar eru voðalega ósjálfbjarga því þeir hafa svo lítið vatn.“ Nóttin var löng hjá Heiðu og á meðan maður hennar barðist við eldana hlustaði hún á tengdamóður sína í gegnum síma, biðja fyrir húsi sínu. Það bjargaðist með ótrúlegum hætti og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsin allt í kringum það loguðu um fimmleytið í nótt. „Við erum á leiðinni til Lærdal á eftir og þá munum við sjá ástandið. Ég á ekki von á fallegri sjón, eins og þetta er fallegur bær... eða, var fallegur bær.“
Tengdar fréttir Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12