Íslendingar í Noregi: "Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi“ Hrund Þórsdóttir skrifar 19. janúar 2014 20:00 Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með sjálfboðaliðum en ráða illa við aðstæður. Um 30 hús hafa brunnið til kaldra kola en gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, virðist hafa sloppið. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Símasamband hefur legið niðri og því ekki hægt að ná í Íslendinga sem búa í bænum en samkvæmt heimildum okkar eru þeir óhultir. Íbúi í næsta bæ segir ástandið eins og á stríðssvæði. „Eins og er fá íbúar ekki leyfi til að komast inn og skoða skemmdirnar vegna hættu á sprengingum frá gaskútum og öðru. Það er allt lokað í Lærdal,“ segir Jóhann Traustason sem býr í Efri Árdal, skammt frá Lærdal. Hann segir ástandið skelfilegt. „Það eru margir ennþá á sjúkrahúsum út af reykeitrun, þetta er bara hræðilegt.“Heiða Arsenault, sem einnig býr í Árdal, tekur undir. „Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi í bílum að reyna að koma sér í burtu. Fólk sá ekkert fyrir reyk og svo bara enduðu allir á sjúkrahúsinu til að fá súrefni,“ segir Heiða. Móðir sambýlismanns hennar býr í Lærdal og þegar hann fór að sækja móður sína var hann fenginn til slökkviliðsstarfa og var við þau í alla nótt. „Þeir voru bara á fullu að slökkva elda og reyna að hjálpa til. Bæjarbúar eru voðalega ósjálfbjarga því þeir hafa svo lítið vatn.“ Nóttin var löng hjá Heiðu og á meðan maður hennar barðist við eldana hlustaði hún á tengdamóður sína í gegnum síma, biðja fyrir húsi sínu. Það bjargaðist með ótrúlegum hætti og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsin allt í kringum það loguðu um fimmleytið í nótt. „Við erum á leiðinni til Lærdal á eftir og þá munum við sjá ástandið. Ég á ekki von á fallegri sjón, eins og þetta er fallegur bær... eða, var fallegur bær.“ Tengdar fréttir Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með sjálfboðaliðum en ráða illa við aðstæður. Um 30 hús hafa brunnið til kaldra kola en gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, virðist hafa sloppið. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Símasamband hefur legið niðri og því ekki hægt að ná í Íslendinga sem búa í bænum en samkvæmt heimildum okkar eru þeir óhultir. Íbúi í næsta bæ segir ástandið eins og á stríðssvæði. „Eins og er fá íbúar ekki leyfi til að komast inn og skoða skemmdirnar vegna hættu á sprengingum frá gaskútum og öðru. Það er allt lokað í Lærdal,“ segir Jóhann Traustason sem býr í Efri Árdal, skammt frá Lærdal. Hann segir ástandið skelfilegt. „Það eru margir ennþá á sjúkrahúsum út af reykeitrun, þetta er bara hræðilegt.“Heiða Arsenault, sem einnig býr í Árdal, tekur undir. „Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi í bílum að reyna að koma sér í burtu. Fólk sá ekkert fyrir reyk og svo bara enduðu allir á sjúkrahúsinu til að fá súrefni,“ segir Heiða. Móðir sambýlismanns hennar býr í Lærdal og þegar hann fór að sækja móður sína var hann fenginn til slökkviliðsstarfa og var við þau í alla nótt. „Þeir voru bara á fullu að slökkva elda og reyna að hjálpa til. Bæjarbúar eru voðalega ósjálfbjarga því þeir hafa svo lítið vatn.“ Nóttin var löng hjá Heiðu og á meðan maður hennar barðist við eldana hlustaði hún á tengdamóður sína í gegnum síma, biðja fyrir húsi sínu. Það bjargaðist með ótrúlegum hætti og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsin allt í kringum það loguðu um fimmleytið í nótt. „Við erum á leiðinni til Lærdal á eftir og þá munum við sjá ástandið. Ég á ekki von á fallegri sjón, eins og þetta er fallegur bær... eða, var fallegur bær.“
Tengdar fréttir Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12