Fótbolti

Franski boltinn: PSG slátraði Nantes

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva
Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva Mynd/AP Images
Paris-Saint German átti ekki í vandræðum með Nantes á heimavelli í 5-0 sigri í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. PSG er með fimm stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar.

Thiago Silva skoraði fyrsta mark leiksins áður en Zlatan Ibrahimovic bætti við rétt fyrir lok hálfleiksins.

Þrjú mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik gerðu út um leikinn, Zlatan Ibrahimovic bætti við marki ásamt því að Edison Cavani og Thiago Motta skoruðu sitt hvort markið.

Monaco virðist vera eina liðið sem getur veitt PSG samkeppni og unnu þeir Toulouse í dag 2-0. Monaco situr í öðru sæti frönsku úrvalsdeildarinnar eftir leikinn, fimm stigum á undan Lille en sex stigum frá PSG í toppsætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×