Innlent

Flugeldur olli skemmdum í Selásskóla

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Skemmdir voru unnar á Selásskóla í Árbæ rétt fyrir miðnætti í gær en þá hafði rúða verið sprengd með flugeldi. Flugeldurinn hafnaði inn í skólastofu og olli töluverðu tjóni.

Talið er að flugeldurinn hafi verið festur á rúðuna og þegar hann sprakk hafi rúðan gert slíkt hið sama. Ljóst er að einhvern tíma tekur að  koma kennslustofunni í samt lag en þangað til verður starfsemin færð í aðra kennslustofu innan skólans.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×