Innlent

Dræm mæting björgunarsveitarmanna á æfingu áhyggjuefni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Dræm mæting björgunarsveitarfólks á flugslysaæfingu sem haldin var á Ísafjarðarflugvelli í september síðasta haust er áhyggjuefni að mati æfingastjóra Isavia. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu Isavia um æfinguna. Bæjarins besta á Ísafirði sagði frá.

Alls tóku 165 manns þátt í æfingunni sem er liður í skipulagi Isavia í að halda eina viðamikla flugslysaæfingu á hverjum áætlunarflugvelli ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti.

Æfingastjórinn hefur einnig áhyggjur af mætingunni  á síðustu tvær æfingarnar  sem haldnar voru á undan á Ísafjarðarflugvelli. Hann vitnar til samnings þar sem björgunarsveitirnar hafa skuldbundið sig til að æfa reglulega viðbrögð við flugslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×