Innlent

Stjórnvöld tapa yfirráðum í Fallujah

Vopnaðar sveitir íslamista keyra um götur Fallujah á lögreglubílum.
Vopnaðar sveitir íslamista keyra um götur Fallujah á lögreglubílum. Mynd/AP
Stjórnvöld í Írak hafa tapað yfirráðum í borginni Fallujah til hryðjuverkahópsins, ISIL sem er tengdur Al Kaída. Þetta staðfesti háttsettur yfirmaður í öryggissveit Íraska hersins í gærkvöld.

Átök brutust út í tveimur borgum, vestur af Bagdad, Fallujah og Ramadi, á mánudaginn þegar stjórnarherinn freistaði þess að hrekja vopnaða stjórnarandstæðinga þaðan. Eftir harða bardaga í gær þar sem yfir eitt hundrað hermenn lágu í valnum, þurfti stjórnarherinn að hörfa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×