Persónuvernd fær 92,5 milljónir Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 4. janúar 2014 19:00 Fjárveitingar ríkisins til Persónuverndar verða rúmar 92 milljónir á árinu og er það 50% hækkun frá því í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segir að nú geti hún sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Persónuvernd fær 30 milljónum króna meira í ár en árið 2013 en á undanförnum árum hafa fjárframlög til stofnunarinnar sífellt verið skorin meira niður. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri, að með þessari auknu fjárveitingu sé nú hægt að sinna verkefnum sem hafa legið óhreyfð vegna fjárskorts í nokkur misseri. „Við munum núna aftur fara að sinna lögbundnu eftirliti sem við eigum að hafa með vinnslu persónuupplýsinga, sem hefur því miður þurft að liggja óbætt hjá garði“, segir hann. Af öðrum verkefnum sem farið verður í má nefna erlenda samvinnu en Hörður segir hugsunina á bakvið allt þetta persónuverndarverk í evrópska regluverkinu ganga út á samskipti og samvinnu á milli evrópskra persónuverndarstofnana. Hann segir að einnig verði ráðist í kynningarstarf og þátttöku í þjóðfélagslegri umræðu um meðferð persónuupplýsinga og öryggi þeirra. Stofnunin getur nú sinnt þeim lögbundnu verkefnum sem henni voru sett fyrir með persónuverndarlögunum frá árinu 2000. „Á þeim árum sem liðin eru síðan hafa hinsvegar yfir 50 ný lög verið sett þar sem ýmist er verið að vísa til okkar eða okkur beinlínis falin ný verkefni,“ segir Hörður. Hann tekur fram að þó svo að verkefnum hafi fjölgað hefur ekkert fé fylgt þeim og því er staðan áfram þröng en að himinn og haf sé að bera saman aðstæðurnar frá því fyrir áramót og þangað til núna við þessar nýju fjárheimildir. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Fjárveitingar ríkisins til Persónuverndar verða rúmar 92 milljónir á árinu og er það 50% hækkun frá því í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segir að nú geti hún sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Persónuvernd fær 30 milljónum króna meira í ár en árið 2013 en á undanförnum árum hafa fjárframlög til stofnunarinnar sífellt verið skorin meira niður. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og segir Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri, að með þessari auknu fjárveitingu sé nú hægt að sinna verkefnum sem hafa legið óhreyfð vegna fjárskorts í nokkur misseri. „Við munum núna aftur fara að sinna lögbundnu eftirliti sem við eigum að hafa með vinnslu persónuupplýsinga, sem hefur því miður þurft að liggja óbætt hjá garði“, segir hann. Af öðrum verkefnum sem farið verður í má nefna erlenda samvinnu en Hörður segir hugsunina á bakvið allt þetta persónuverndarverk í evrópska regluverkinu ganga út á samskipti og samvinnu á milli evrópskra persónuverndarstofnana. Hann segir að einnig verði ráðist í kynningarstarf og þátttöku í þjóðfélagslegri umræðu um meðferð persónuupplýsinga og öryggi þeirra. Stofnunin getur nú sinnt þeim lögbundnu verkefnum sem henni voru sett fyrir með persónuverndarlögunum frá árinu 2000. „Á þeim árum sem liðin eru síðan hafa hinsvegar yfir 50 ný lög verið sett þar sem ýmist er verið að vísa til okkar eða okkur beinlínis falin ný verkefni,“ segir Hörður. Hann tekur fram að þó svo að verkefnum hafi fjölgað hefur ekkert fé fylgt þeim og því er staðan áfram þröng en að himinn og haf sé að bera saman aðstæðurnar frá því fyrir áramót og þangað til núna við þessar nýju fjárheimildir.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira