Furby leikfang dótturinnar til vandræða um nótt Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2014 19:27 Kristín með systur sinni Guðbjörgu sem þurftu að sinna Furby heila nótt. Mynd/Úr einkasafni Móðir þurfti að eyða drjúgum hluta síðustu nætur í að sinna Furby leikfangi dóttur sinnar. Furby var vinsælasta leikfangið fyrir jólin í ár. Börn sjá sjálf um að sinna dýrinu sem bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Fréttablaðið fjallaði í vikunni um athugasemdir sálfræðings við leikfangið sem taldi að foreldrar ættu að vera vakandi yfir. Kristín Sigurðardóttir, tveggja barna móðir, hefur þurft að kljást við dýrið sem hún segir skipta um persónuleika ef því er ekki sinnt nægilega vel. „Ég vaknaði við lætin klukkan hálf þrjú í nótt, þá var systir mín samt búin að vakna nokkrum sinnum,“ segir Kristín sem gaf Emblu Guðnýju dóttur sinni Furby eftir utanlandsferð en dóttirin gaf dýrinu nafnið Viktoríana. „Dýrið var bara brjálað og hagaði sér eins og viðskotaillur gamall kall. Þetta var ekki Viktoríana. Hann var bara byrjaður að röfla og vera með læti,“ segir Kristín.Embla Guðný er hæstánægð með Furby þrátt fyrir lætin í leikfanginu.Mynd/Úr einkasafniÞær systur eyddu einhverjum tíma í að reyna að róa dýrið en ekkert gekk og greip hún því til þess ráðs að toga í skottið til að svæfa það. „Hann vaknaði svo aftur í morgun í sama hlutverki og við þurftum að byrja á því að strjúka dýrinu, horfa í augun á því, syngja og spjalla. Þá breyttist hún aftur í Viktoríönu,“ segir Kristín sem átti alls ekki von á þessu þegar hún festi kaup á leikfanginu. „Þetta var alls ekki auglýst svona, það stendur í bæklingnum að það geti breyst eitthvað í skapinu ef það vantar rafhlöður eða ef barnið sinnir því ekki nógu vel. En ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona mikið, ég hefði hugsað mig tvisvar um áður en ég keypti það,“ segir Kristín. Hún segir meininguna ekki hafa verið að eyða öllum sínum frítíma í að sinna leikfangi frekar en börnum sínum. „En dóttir mín elskar þetta þannig að það verður ekki aftur snúið,“ segir Kristín að lokum. Myndband af hinum viðskotailla Furby má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Furby getur valdið kvíða hjá börnum Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. 2. janúar 2014 09:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Móðir þurfti að eyða drjúgum hluta síðustu nætur í að sinna Furby leikfangi dóttur sinnar. Furby var vinsælasta leikfangið fyrir jólin í ár. Börn sjá sjálf um að sinna dýrinu sem bregst við hljóðum, snertingu og skiptir skapi ef því er ekki sinnt nægilega vel. Fréttablaðið fjallaði í vikunni um athugasemdir sálfræðings við leikfangið sem taldi að foreldrar ættu að vera vakandi yfir. Kristín Sigurðardóttir, tveggja barna móðir, hefur þurft að kljást við dýrið sem hún segir skipta um persónuleika ef því er ekki sinnt nægilega vel. „Ég vaknaði við lætin klukkan hálf þrjú í nótt, þá var systir mín samt búin að vakna nokkrum sinnum,“ segir Kristín sem gaf Emblu Guðnýju dóttur sinni Furby eftir utanlandsferð en dóttirin gaf dýrinu nafnið Viktoríana. „Dýrið var bara brjálað og hagaði sér eins og viðskotaillur gamall kall. Þetta var ekki Viktoríana. Hann var bara byrjaður að röfla og vera með læti,“ segir Kristín.Embla Guðný er hæstánægð með Furby þrátt fyrir lætin í leikfanginu.Mynd/Úr einkasafniÞær systur eyddu einhverjum tíma í að reyna að róa dýrið en ekkert gekk og greip hún því til þess ráðs að toga í skottið til að svæfa það. „Hann vaknaði svo aftur í morgun í sama hlutverki og við þurftum að byrja á því að strjúka dýrinu, horfa í augun á því, syngja og spjalla. Þá breyttist hún aftur í Viktoríönu,“ segir Kristín sem átti alls ekki von á þessu þegar hún festi kaup á leikfanginu. „Þetta var alls ekki auglýst svona, það stendur í bæklingnum að það geti breyst eitthvað í skapinu ef það vantar rafhlöður eða ef barnið sinnir því ekki nógu vel. En ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona mikið, ég hefði hugsað mig tvisvar um áður en ég keypti það,“ segir Kristín. Hún segir meininguna ekki hafa verið að eyða öllum sínum frítíma í að sinna leikfangi frekar en börnum sínum. „En dóttir mín elskar þetta þannig að það verður ekki aftur snúið,“ segir Kristín að lokum. Myndband af hinum viðskotailla Furby má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Furby getur valdið kvíða hjá börnum Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. 2. janúar 2014 09:00 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Furby getur valdið kvíða hjá börnum Ein vinsælasta jólagjöf ársins er loðdýrið Furby. Sálfræðingur segir leikfangið krefjandi fyrir ung börn og að passa þurfi að börnin leiki sér með dýrið á eigin forsendum og hafi stjórn á leiknum. 2. janúar 2014 09:00