Innlent

Auglýsing Icelandair meðal þeirra bestu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Auglýsing leikstjórans Hannesar Halldórssonar fyrir Icelandair, „Gleðilegt nýtt ár!“ hefur verið valin ein af fimm bestu ferðaauglýsingum þessa ferðatímabils af ferðasíðunni Skift Travels. Auglýsingin er framleidd af Saga film og Íslensku auglýsingastofunni.

Í fréttinni segir að eftir hátíðaferðatímabilið séu ferðaskrifstofur og flugfélög nú að leita nýrra leiða til að lokka til sín ferðamenn.

Síðan segir auglýsingu Hannesar hafa verið eina af þeim fyrstu á árinu og þar megi sjá krúttlegt samansafn barna sem eru klædd upp í búninga sem tákna mismunandi áfangastaði Icelandair. Þar megi finna Frelsisstyttuna, rauðan símaklefa frá London og flugvél.

Einnig eru nefndar til sögunnar auglýsingar frá British Airways, Disney og Air France sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×