Innlent

Framleiðsla á stuttmyndinni Floppalongs tryggð

Þröstur Bragason mun framleiða stuttmynd um Flopalongs og vonandi þáttaröð í framhaldi af því.
Þröstur Bragason mun framleiða stuttmynd um Flopalongs og vonandi þáttaröð í framhaldi af því. Skjáskot af heimasíðu
Söfnun vegna svokallaðs Floppalongs verkefnis lauk á miðnætti í gær og þar sem til tókst að safna nægilegri fjárhæð til að fara af stað með gerð stuttmyndar til þess að kynna fjárfestum. 

Þröstur Bragason kemur til með að framleiða myndina. Hann segir næsta skref ver að skipuleggja og undirbúa framleiðslu á stuttmyndinni og líka að útbúa svokölluð „pledge rewards" fyrir alla þá sem lögðu verkefninu lið með framlögum.

Til gamans má geta að við buðum fólki að fá karakter skírðan í höfuðið á sér ef það legði fram 50 Evrur eða meira og virðast nokkuð margir hafa nýtt sér það kostaboð.

 „Það virðist í fljótu bragði sem meirihluti styrkjenda sé íslendingar, en það er þó nokkuð um Bandaríkjamenn líka," segir Þröstur.

Flopalongs eru hugarfóstur Bandaríkjamannsins John Robert Greene. Markmið þeirra er að fræða börn um dýr í útrýmingarhættu um allan heim með því að tvinna saman ímyndunarafli og raunveruleika. Þegar framleiðsla þáttanna hefst munu 5% af öllum nettótekjum, sjónvarpsframleiðsla og sala varnings tengdum þáttunum, vera gefin til náttúruverndarsamtaka,“ segir í tilkynningu.

Þröstur segir lengi hafa staðið til að framleiða teiknimynd um Flopalongs en ekki hafi orðið af því vegna anna. „Við ákváðum að kýla á þetta núna, gera teiknimynd og sjá hvað verður úr því,“ segir Þröstur. Stefnt er á að framleiða efnið á Íslandi. Þröstur lærði teiknimyndagerð í Flórída í Bandaríkjunum 2001-2003 og segist aðspurður hafa verið með annan eða báða fæturna í teiknimyndagerð síðan.

Í upprunalegu teiknimyndasögunni gerist Flopalongs sagan á eyju sem er í eigu Gergs, en hann er samviskulaus illvirki sem misnotar allar þær náttúruauðlindir sem hann kemst í. Hann hefur komið sér upp einkadýragarði og í honum eru helstu karakterar þáttanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×