Innlent

Enn óvissuástand fyrir vestan

Gissur Sigurðsson skrifar
Enn er óvissuástand á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og þar bætti enn í snjóinn í nótt, í hvössum vindi. Ekki er vitað hvort einhver flóð féllu þar í nótt, enda flestir vegir þar um slóðir ófærir og ekki sér til fjalla fyrr en í birtingu.

Áfram er spáð stormi, eða yfir 20 metrum á sekúndu á Vestfjörðum og við Breiðafjörð í dag. Það er líka mikil snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum, þar sem aðstæður verða kannaðar nánar þegar líður á morguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×