Innlent

Flutningaskip í vandræðum á leið til hafnar

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipið er nú á leið til Helguvíkur.
Skipið er nú á leið til Helguvíkur.
Ellefu manna áhöfn á þrettánhundruð tonna erlendu flutningaskipi, sem er á leið hingað til lands frá Grænlandi, hefur barist á móti stórviðri vestur af landinu sólarhringum saman og í þrjá sólarhringa miðaði skipinu nánast ekki neitt áleiðis.

Nú undir morgun var skipið komið upp undir Garðskaga og ætlaði skipstjórinn að halda til Helguvíkur, en ákvörðunarstaður átti að vera Sandgerði.

Áhöfnin er væntanlega orðin út keyrð á volkinu, en skipið á að lesta refafóður og flytja það til meginlandsins. Ekki er vitað til þess að nokkurn skipverja hafi sakað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×