Innlent

Hættulegt hanastél orkudrykkja og áfengis

Jakob Bjarnar skrifar
Vilhjálmur Ari læknir hefur áhyggjur af ofneyslu orkudrykkja meðal unglinga.
Vilhjálmur Ari læknir hefur áhyggjur af ofneyslu orkudrykkja meðal unglinga.
„Ég vil vekja athygli á umfjöllun um hættulega orkudrykki sem í vaxandi mæli er farið að nota líka í blöndum með áfengi,“ segir Vilhjámur Ari Arason, læknir.

Vilhjálmur Ari bendir á að í nýlegri könnun meðal unglinga í Evrópu kemur fram að 6 prósent þeirra neyta meira en 20 skammta af orkudrykkjum mánaðarlega og um um 3 prósent barna, 10 ára og yngri, neyta að minnsta kosti tveggja slíkra drykkja í viku hverri. Vilhjálmur hefur áhyggjur af þessu, hann hefur sent út tilkynningu og bendir á skrif um þessa aðsteðjandi vá:

„Hættumörk koffíns með tilliti til mögulegra hjartsláttatruflana er talinn aðeins um 2.5 mg per kíló líkamsþyngdar, þannig að 250 ml. skammtur af algengum orkudrykk, t.d. Burns frá CokaCola, inniheldur 80 mg koffín, og sem er þá kominn yfir hættumörk hjá 30 kg. þungu barni (75 mg á sólarhring). Sumir eru síðan enn viðkvæmari fyrir eituráhrifum koffíns en aðrir. Í Bandaríkjunum hefur tilfellum eitrana tengt orkudrykkjum fjölgað um helming á sl. 5 árum, í helmingi tilfella tengt blöndum með áfengi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×