Innlent

Ekið á mann á Biskupstungubraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Stefán
Karlmaður við vegavinnu varð fyrir bifreið á Biskupstungubraut, skammt ofan við Brúará síðastliðin föstudag. Maðurinn varð starfsmaður verktaka sem vinnur að vegabótum á vegarkaflanum. Hann var við mælingar á inn á veginum þegar bifreiðinni var ekið til suðvesturs.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Árnessýslu. Sólin var mjög lágt á lofti á móti ökumanninum sem sá ekki til mannsins á veginum fyrr en hann varð fyrir bílnum. „Maðurinn slasaðist illa, handleggsbrotnaði og hlaut mar og bólgur.

Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ökumanni bifreiðarinnar var komið undir handleiðslu áfallateymis á heilsugæslunni á Selfossi.

Slysið varð skömmu fyrir eitt á föstudaginn. Lögreglan biður þá sem áttu þarna leið um á þessum tíma að hafa samband í síma lögreglu 480-1010 og veita upplýsingar um aðstæður á vettvangi í aðdraganda slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×