Innlent

Fékk fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rui Manuel Mendes Lopes dæmdur í fimm ára fangelsi.
Rui Manuel Mendes Lopes dæmdur í fimm ára fangelsi.
Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 900 þúsund í miskabætur en árásin fór fram árið 2009. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV.

Rui Manuel Mendes Lopes réðist á mann með hnífi á heimili sínu í Kópavogi í júní árið 2009 og stakk hann ítrekað í brjóst, kvið og útlimi með þeim afleiðingum að hann hlaut ellefu skurði.

Lopes var úrskurðaður í farbann í júní og rauf það þegar hann fór úr landi í ágúst 2009. Í framhaldinu af því var hann eftirlýstur og framseldur frá Þýskalandi í nóvember á síðasta ári.

Lopes hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Honum var að auki gert að greiða manninum sem hann réðist á 900 þúsund krónur ásamt vöxtum í miskabætur og allan málskostnað sem nemur rúmlega 1,6 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×