Innlent

Ferðamaður féll í gjótu á Þingvöllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Erlendur ferðamaður féll í gjótu við Öxarfoss á Þingvöllum og hafa björgunarsveitarmenn frá Selfossi, Hveragerði og Mosfellsbæ verið kallaðir út.

Maðurinn kemst ekki upp úr gjótunni og mun ekki hafa slasast við fallið. Hann var á gangi þegar hann rann ofan í gjótuna og hvar sjónum samferðafólks síns. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu stendur hann ofan í gjótunni og bíður aðstoðar. Fólkið á brún gjótunnar getur talað við manninn þótt það sjái hann ekki.

Einar Ásgeir sæmundsson fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum segir ferðamanninn bera sig vel. „Við höfum verið að tala við hann. Hann er í djúpri og mjórri sprungu og er á um þriggja til fjögurra metra dýpi. Sprungan er töluvert dýpri en hann hefur stoppað á þriggja eða fjögurra metra dýpi og er óslasaður.“

Einar segir lögreglu og björgunarsveitir á leiðinni á vettvang. „Þetta er smá æfing að koma honum upp og mun taka einhverja stund.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×