Innlent

Ferðamanninum bjargað úr sprungunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Jóhannes
Erlendum ferðamanni sem féll í sprungu á Þingvöllum hefur verið bjargað upp úr henni. Björgunarsveitarmaður sigu ofan í sprungunaa og náði manninum upp.

Hann slasaðist ekki við fallið og endaði á sex til átta metra dýpi þar sem hann var í talsambandi við fólk sem var við sprunguopið. Þykir ótrúlegt að maðurinn skuli hafa sloppið heill frá fallinu og var hann búinn að koma sér fyrir á syllu, þar sem hann beið björgunar. Sprungan sjálf er 20 til 30 metra djúp.

Um 25 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni sem lauk rétt fyrir klukkan hálf fjögur samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×