Innlent

Sex tilkynningar um eignaspjöll á viku

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á nýársnótt var tilkynnt um skemmdir á bifreið og kom í ljós að þar var um að stæða stúlku um tvítugs sem hafði sparkað í spegil á bifreið þannig að hann skemmdist. Stúlkan játaði brotið.
Á nýársnótt var tilkynnt um skemmdir á bifreið og kom í ljós að þar var um að stæða stúlku um tvítugs sem hafði sparkað í spegil á bifreið þannig að hann skemmdist. Stúlkan játaði brotið. mynd/Óskar P. Friðriksson
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur haft í nógu að snúast í fyrstu viku ársins. Lögreglunni bárust meðal annars sex tilkynningar vegna eignaspjalla þessa fyrstu daga.Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafrétta.

Fjögur eignaspjallanna voru framin af einum pilti á einu kvöldi. Pilturinn braut meðal annars rúðu í íþróttamiðstöðinni, skemmdi þrjár bifreiðar og olli einni tjóni á heimili móður sinnar. Pilturinn sem er 18 ára var ölvaður þegar hann var handtekinn og fékk hann að gista fangageymslur aðfaranótt 5. janúar. Málið telst að mestu upplýst enda játaði hann brotin í skýrslutöku.

Á nýársnótt var tilkynnt um skemmdir á bifreið og kom í ljós að þar var um að stæða stúlku um tvítugs sem hafði sparkað í spegil á bifreið þannig að hann skemmdist. Stúlkan játaði brotið. 

Aðfararnótt 5. Janúar var brotin rúða í íbúðarhúsi. Ekki er vitað hverjir voru að verki og lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir upplýsingum um málið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×