Innlent

Gefa sjúklingum meira blóð en þörf krefur

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Nýleg rannsókn bendir til þess að íslenskir læknar gefi sjúklingum meira blóð en þörf krefur. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir gjafablóði aldrei verið meiri. Mikilvægt er að fækka blóðgjöfum á gjörgæslu Landspítalans og hafa reglur um blóðgjafir skýrari.  

Í nýjustu útgáfu Læknablaðsins birtist grein um blóðhlutagjafir á gjörgæsludeild Landspítalans. Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem fengu blóðgjöf á sex mánaða tímabili og leiddi í ljós að fækka má blóðhlutun á gjörgæslu Landspítalans talsvert. Karl Erlingur Oddason gerði rannsóknina.

„Það mætti líklega fækka rauðkornagjöfum um 6%, blóðvökvagjöfum um 14% og blóðflögugjöfum um 33% á gjörgæsludeildum,“ segir Karl.

Virkum blóðgjöfum hefur fækkað um hefur fækkað um 10% hér á landi á síðustu árum. Árið 2005 voru 7200 virkir blóðgjafar á Íslandi en árið 2012 voru þeir einungis 6500. Þetta er verulegt áhyggjuefni þar sem þörf fyrir gjafablóð fer vaxandi með ári hverju og því hætt við að ójafnvægi geti skapast á milli söfnunar og notkunar blóðs.

Leiðbeiningar um notkun blóðhluta voru ekki til hér á landi fyrr en 2012. Á Landspítala er nú verið að setja á stofn nefnd um blóðhlutanotkun. Hlutverk hennar verður meðal annars að stuðla að bættum vinnubrögðum á þessu sviði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×