Innlent

Rændi bíl og ók á eigandann

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd/365
Bíræfinn þjófur stal bíl fyrir utan Stöðina við Vesturlandsveg laust fyrir miðnætti  og ók á eigandann, áður en hann hvarf út í náttmyrkrið.

Bíleigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi og skotist inn til að versla. Starfsmaður þar sá hvar þjófurinn fór inn í bílinn og lét eigandann vita, sem þegar hljóp út og náði að opna bílstjórahurðina, en þjófurinn bakkaði þá  skyndilega og ók yfir vinstri fót eigandans, sem féll við.

Síðan ók hann á brott og er ófundinn. Bíleigandinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, en fréttastofu er ekki kunnugt um hversu alvarlega hann meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×