Eurovision-lag Ólafs F. Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2014 11:00 Lagið kom fullskapað til Ólafs, en Páll Rósinkrans syngur. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira