Innlent

11 tilkynningar um framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Prófkjörið fer fram laugardaginn 8. febrúar næstkomandi.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 8. febrúar næstkomandi.
Prófkjörið Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor, fer fram laugardaginn 8. febrúar næstkomandi.

Framboðsfrestur í prófkjörinu rann út í gær en alls bárust 11 tilkynningar um framboð.

Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Ármann Sigurðsson, sjómaður

Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri

Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri

Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri

Gunnar Gíslason, fræðslustjóri

Hjörtur Narfason, framkvæmdastjóri

Kristinn F. Árnason, sjálfstæður atvinnurekandi

Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri

Sigurjón Jóhannesson, verkfræðingur

Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, laganemi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×