Innlent

Fyrrverandi fjármálastjóri HÍ dæmdur í níu mánaða fangelsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Fyrrverandi fjármálastjóri Háskóla Íslands var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og fjársvik. Þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.

Í fyrsta lagi var fjármálastjórinn fyrrverandi ákærður fyrir fjárdrátt í opinberu starfi með því að hafa greitt með kreditkortum Háskóla Íslands, sem hann hafði til umráða í 59 tilvikum, fyrir vöru og/eða þjónustu í eigin þágu fyrir 1.390.591 krónur. Kortafærslurnar 59 voru framkvæmdar á tímabilinu 22. febrúar 2007 til og með 10. desember 2011.

Þá var hann einnig ákærður í tveimur liðum fyrir fjársvik í opinberu starfi með því að hafa ítrekað blekkt gjaldkera háskólans til að greiða sér kostnað vegna útgjalda sem komu háskólanum ekkert við.

Hann játaði brot sín hreinskilningslega og hefur að mestu bætt það tjón sem hlaust af brotum hans. Þá hefur hann samið við Háskóla Íslands um greiðslu þess sem eftir stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×