Innlent

Íbúar hússins sem brann útskrifaðir af slysadeild

Frá vettvangi brunans í gær.
Frá vettvangi brunans í gær. Mynd/Víkurfréttir
Karlmaður og kona, sem var bjargað úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, voru útskrifuð af slysadeild Landsspítalans að lokinni skoðun í nótt , þar sem þeim hafði ekki orðið meint af reyk og ekki hlotið brunasár.

Þegar lögregla kom á vettvang, var fólkið búið að brjóta rúðu í svefnherbergi, og hjálpuðu lögreglumenn fólkinu þar út og mátti ekki tæpara standa, að sögn lögreglu.

Slökkvistarf gekk greiðlega en miklar skemmdir urðu á húsinu, bæði vegna elds og reyks. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×