Innlent

Áhrifarík auglýsing um umferðaröryggi slær í gegn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Umferðarstofa Nýja Sjálands sendi frá sér áhrifaríka auglýsingu á dögunum þar sem ökumenn eru hvattir til að hægja á sér í umferðinni.

Auglýsingin ber yfirskriftina „Mistök“ og sýnir tvo ökumenn mætast á gatnamótum. Þeir stíga út úr bílum sínum og ræða sín á milli um það hvað sé í þann mund að fara að gerast.

„Enginn ætti að gjalda fyrir mistök með sínu eigin lífi. Við deilum götunum með öðrum þannig að við verðum að miða hraða okkar við hugsanleg skakkaföll,“ voru skilaboð umferðarstofunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×