Innlent

Vatnsnotkun jókst fyrstu mínúturnar eftir Skaupið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Upplýsingarnar um vatnsnotkun Kópavogsbúa eru fengnar frá Vatnsveitu Kópavogs. Hér eru tölurnar.
Upplýsingarnar um vatnsnotkun Kópavogsbúa eru fengnar frá Vatnsveitu Kópavogs. Hér eru tölurnar.
Vatnsnotkun í Kópavogi jókst til muna þegar Áramótaskaupi Sjónvarpsins lauk á gamlárskvöld. Á örskömmum tíma fór notkunin úr 110 lítrum á sekúndu í 240 lítra. Á fyrstu mínútum Skaupsins dróst vatnsnotkunin úr 170 lítrum á sekúndu í 130 lítra. Frá þessu er sagt á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Kópavogsbúar hafa því verið límdir við skjáinn á gamlárskvöld eins og á væntanlega við um aðra landsmenn. Fyrstu mínúturnar eftir skaupið hafa svo farið í klósettráp eða uppvask.

Upplýsingarnar um vatnsnotkun Kópavogsbúa eru fengnar frá Vatnsveitu Kópavogs. Tölurnar má sjá á myndinni sem fylgir með fréttinni.

Vatnsnotkun eykst á aðfangadegi jóla á milli klukkan 16 og 18 og vatnsnotkun eykst einnig rétt eftir að íslenska lagið er flutt í Eurovision-keppninni. Vatnsnotkun er einnig nokkuð meiri á sumrin en á veturna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×