Fatlað fólk verður frekar fyrir kynferðisofbeldi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. janúar 2014 12:59 „Það liggur ljóst fyrir að fatlað fólk er í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi . Alls konar ofbeldi, líka kynferðisofbeldi,“ segir Embla. mynd/365 Ofbeldi er algengara gagnvart fötluðu fólki en öðrum hópum fólks. Fatlað fólk á oft á tíðum erfiðara en aðrir með að greina frá ofbeldinu af ýmsum ástæðum og það á jafnframt erfiðara með að verja sig gagnvart því. Þetta kom fram í samtali Vísis við þær Emblu Guðrúnar – og Ágústsdóttur, stjórnarformann NPA miðstöðvarinnar og Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum.Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta sagði það sama í samtali við Vísi í gær en Stígamót eru að fara af stað með tilraunaverkefni til eins árs. Farið verður inn í samfélag fatlaðra og fræðsla um ofbeldi veitt.Réttarstaða fatlaðara ekki sérlega sterk „Það liggur ljóst fyrir að fatlað fólk er í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi . Alls konar ofbeldi, líka kynferðisofbeldi,“ segir Embla. Valdaójafnvægið sé oft á tíðum mjög mikið. Réttarstaða fatlaðs fólks sé ekki sérlega sterk sem hafi sýnt sig þegar ofbeldi gegn fötluðum er kært. „Það er mjög margt sem vinnur gegn fötluðu fólki í svona málum,“ segir Embla. Hrafnhildur tekur í sama streng og Embla. „Fatlað fólk í heiminum er valdaminni hópur í samfélaginu og það hefur áhrif á það hvernig málin eru unnin,“ segir hún. Mjög algengt sé að málin nái aldrei fyrir dóm. Hrafnhildur er ásamt fleirum að vinna að rannsókn þar sem þau eru með rýnihópa. Þar koma saman nokkrar fatlaðar konur ræða upplifun sína á málefninu. Í þeirri vinnu hafi komið skýrt fram að fatlaðar konur séu hræddar um að þeim verði ekki trúað og að kerfið styðji þær ekki í að sækja rétt sinn. „Það er svo það sem við erum að sjá núna,“ segir Hrafnhildur og vísar þar til málsins þar sem rúmlega áttræður karlmaður var sakaður um að hafa misnotað þroskaskerta stjúpdóttur sína í 40 ár, en það mál hefur verið fellt niður af saksóknara. Aðgreining sérstaklega hættuleg fötluðu fólki Hrafnhildur segir að rannsóknir sýni að fatlað fólk verður fyrir samskonar ofbeldi og allir aðrir. „Aðgreiningin er sérstaklega hættuleg fötluðu fólki. Allar rannsóknir sýna það mjög skýrt,“ segir Embla. Fatlað fólk verði þó eins og aðrir fyrir ofbeldi á ólíkum stöðum. Þau verða líka fyrir ofbeldi í samböndum og frá ættingjum eins og annað fólk. Valdaójafnvægið geri þeim síðan erfiðara fyrir. Til dæmis sé það þekkt bæði hér á landi og erlendis að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra. „Af því að fatlað fólk þarf oft aðstoð til þess að taka þátt í samfélaginu og við persónulegar athafnir dagslegs líf, gerir það fólkið viðkvæmara fyrir og eykur líkur á að það verði fyrir ofbeldi,“ segir Hrafnhildur. „Við vitum að fatlað fólk hefur orðið fyrir ofbeldi í þessum úrræðum.“ „Við höfum líka verið að skoða hver viðbrögð umhverfisins séu þegar fatlaðir einstaklingar greina frá ofbeldi. Þær konur sem við ræddum við í rýnihópnum sögðu frá því að þær hefðu fengið lítinn stuðning til þess að komast undan ofbeldinu og því sé jafnvel viðhaldið með aðgerðarleysi og þöggun,“ segir Hrafnhildur. „Aðgengi að félagslegri og réttarfarslegri aðstoð hefur verið mjög skert fyrir þennan hóp,“ segir Hrafnhildur. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Ofbeldi er algengara gagnvart fötluðu fólki en öðrum hópum fólks. Fatlað fólk á oft á tíðum erfiðara en aðrir með að greina frá ofbeldinu af ýmsum ástæðum og það á jafnframt erfiðara með að verja sig gagnvart því. Þetta kom fram í samtali Vísis við þær Emblu Guðrúnar – og Ágústsdóttur, stjórnarformann NPA miðstöðvarinnar og Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum.Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta sagði það sama í samtali við Vísi í gær en Stígamót eru að fara af stað með tilraunaverkefni til eins árs. Farið verður inn í samfélag fatlaðra og fræðsla um ofbeldi veitt.Réttarstaða fatlaðara ekki sérlega sterk „Það liggur ljóst fyrir að fatlað fólk er í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi . Alls konar ofbeldi, líka kynferðisofbeldi,“ segir Embla. Valdaójafnvægið sé oft á tíðum mjög mikið. Réttarstaða fatlaðs fólks sé ekki sérlega sterk sem hafi sýnt sig þegar ofbeldi gegn fötluðum er kært. „Það er mjög margt sem vinnur gegn fötluðu fólki í svona málum,“ segir Embla. Hrafnhildur tekur í sama streng og Embla. „Fatlað fólk í heiminum er valdaminni hópur í samfélaginu og það hefur áhrif á það hvernig málin eru unnin,“ segir hún. Mjög algengt sé að málin nái aldrei fyrir dóm. Hrafnhildur er ásamt fleirum að vinna að rannsókn þar sem þau eru með rýnihópa. Þar koma saman nokkrar fatlaðar konur ræða upplifun sína á málefninu. Í þeirri vinnu hafi komið skýrt fram að fatlaðar konur séu hræddar um að þeim verði ekki trúað og að kerfið styðji þær ekki í að sækja rétt sinn. „Það er svo það sem við erum að sjá núna,“ segir Hrafnhildur og vísar þar til málsins þar sem rúmlega áttræður karlmaður var sakaður um að hafa misnotað þroskaskerta stjúpdóttur sína í 40 ár, en það mál hefur verið fellt niður af saksóknara. Aðgreining sérstaklega hættuleg fötluðu fólki Hrafnhildur segir að rannsóknir sýni að fatlað fólk verður fyrir samskonar ofbeldi og allir aðrir. „Aðgreiningin er sérstaklega hættuleg fötluðu fólki. Allar rannsóknir sýna það mjög skýrt,“ segir Embla. Fatlað fólk verði þó eins og aðrir fyrir ofbeldi á ólíkum stöðum. Þau verða líka fyrir ofbeldi í samböndum og frá ættingjum eins og annað fólk. Valdaójafnvægið geri þeim síðan erfiðara fyrir. Til dæmis sé það þekkt bæði hér á landi og erlendis að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra. „Af því að fatlað fólk þarf oft aðstoð til þess að taka þátt í samfélaginu og við persónulegar athafnir dagslegs líf, gerir það fólkið viðkvæmara fyrir og eykur líkur á að það verði fyrir ofbeldi,“ segir Hrafnhildur. „Við vitum að fatlað fólk hefur orðið fyrir ofbeldi í þessum úrræðum.“ „Við höfum líka verið að skoða hver viðbrögð umhverfisins séu þegar fatlaðir einstaklingar greina frá ofbeldi. Þær konur sem við ræddum við í rýnihópnum sögðu frá því að þær hefðu fengið lítinn stuðning til þess að komast undan ofbeldinu og því sé jafnvel viðhaldið með aðgerðarleysi og þöggun,“ segir Hrafnhildur. „Aðgengi að félagslegri og réttarfarslegri aðstoð hefur verið mjög skert fyrir þennan hóp,“ segir Hrafnhildur.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira