Innlent

Stal peningum frá barnaspítala Hringsins

Elimar Hauksson skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson spila fyrir börn á barnaspítala Hringsins
Friðrik Dór og Jón Jónsson spila fyrir börn á barnaspítala Hringsins Mynd/Ernir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu klukkan hálfellefu í morgun um að grunsamlegur maður væri að eiga við söfnunarbauk fyrir barnaspítala Hringsins á kaffihúsi við Höfðatorg.

Starfsfólki tókst að verja baukinn fyrir manninum sem kom sér út en lögreglumenn sem voru á vakt í austurborginni svipuðust um í nágrenninu eftir manni sem passaði við lýsinguna.  Skömmu síðar var erlendur maður handtekinn í nágrenninu og síðar kom í ljós að lýsing á manninum passaði við aðila sem hafði stolið samskonar söfnunarbauk, frá barnaspítala Hringsins,  í ísbúð við Fákafen síðastliðna nótt.

Peningarnir úr bauknum fundust á dvalarstað mannsins og eru lögreglumenn nú að telja þá en baukinn hafði hann losað sig við. Maðurinn er nýkominn til landsins og er á fimmtugsaldri en hann gistir nú fangageymslu. Samkvæmt alþjóðlegri eftirlýsingarskrá mun pólska lögreglan eiga eitthvað vantalað við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×