Lífið

Novexpert endurstillir öldrunarferli húðarinnar

Novexpert er byltingarkennd nýjung í heimi húðumhirðu. Teymi fjögurra þekktra og eftirsóttra franskra vísindamanna, sem hefur unnið fyrir snyrtivörurisa á borð við Kanebo, Dior og Shiseido, ákváðu að sameina krafta sína og þróa sína eigin húðlínu, Novexpert. „Húðlínan er fyrir bæði kynin og er sannkölluð nýsköpun,“ segir Ýr Björnsdóttir, snyrtifræðingur hjá Óm snyrtivörum.



Án allra aukaefna

„Það sem gerir merkið svo einstakt er hundrað prósent náttúrulegur uppruni allra innihaldsefna. Kremin eru án allra óæskilegra efna, ECOCERT vottuð, hundrað prósent „biodegradable“ sem þýðir að efnin brotna niður í náttúrunni og hundrað prósent „hypoallergenic“ og þess vegna minnsta hætta á ofnæmisviðbrögðum. Einnig vinnur Novexpert í að endurstilla öldrunarferli húðarinnar.“

Novexpert kremlínan er án allra óæskilegra efna.
Engin rotvarnarefnisvandamál

Ýr segir Novexpert vera eina af fáum húðvörum á markaðnum sem er laus við svokölluð „problem preservative“ eða vandamál vegna rotvarnarefna. „Novexpert notar náttúrulega leið til þess að viðhalda líftíma kremanna. Með þekkingu sinni fundu sérfræðingarnir upp aðferð sem beislar vatnið í kremunum þannig að skaðlegar bakteríur komast ekki í snertingu við það og því hefst ekkert rotnunarferli í kremunum. Þessi aðferð er gerð með skaðlausum íblöndunarefnum sem mynda filmu utan um vatnsdropana. Það veldur því að bakteríurnar komast ekki í snertingu við vatnið og deyja því af sjálfu sér. Þar sem línan er án þessara vandamála vegna rotvarnarefna fá allar æskilegu bakteríurnar í húðinni að halda sínu starfi áfram en það er einmitt það sem við viljum öll,“ segir hún. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.